Nýr Austurgluggi kominn út

Að vanda er fjölbreytt efni í fréttablaði Austfirðinga. Fjallað er meðal annars um endurfundinn íshelli í Eyjabakkajökli, stóra samhæfingaræfingu björgunarsveita á Austurlandi, opinber störf tíkurinnar Codie og litið er inn á opnun 700.IS Hreindýralands. Samfélagsspegillinn er í höndum Andrésar Skúlasonar á Djúpavogi og aðsendar greinar fjalla um Norðfjarðargöng og upplifun útlendings sem starfað hefur á Austurlandi síðustu árin. Auk frétta og íþrótta er svo matgæðingurinn sívinsæli með sínar lokkandi uppskriftir. Fæst á betri blaðsölustöðum.

agl_kominn_t.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.