Nýr Austurgluggi kominn út

Í Austurglugga þessarar viku má meðal annars lesa um ný áform um matvælaþróun í mjólkurstöðinni á Egilsstöðum í samstarfi MS og Matís og áform um fullvinnslu áls á Seyðisfirði. Karólína Þorsteinsdóttir á Seyðisfirði ritar vikulegan samfélagsspegil og greint er frá svaðilförum sængurkonu á Oddsskarði fyrr í vikunni. Alls óvenjuleg gæði heita vatnsins hjá Hitaveitu Egilsstaða og Fella eru tekin til skoðunar og auk pólitískra aðsendra greina er hinn ómissandi matgæðingur á sínum stað. Austurglugginn fæst á öllum betri blaðsölustöðum.

ti0126197.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.