Náttúru- og menningararfur í öndvegi

NEED, Northern Environmental Education Development Project, er fjölþjóðlegt samstarfsverkefni um þróun náttúruskólastarfs, rannsóknarmiðaðrar umhverfismenntar, fullorðinsfræðslu um sjálfbæra þróun og uppbyggingu fræðslutengdrar ferðaþjónustu í grannbyggðum þjóðgarða.

vatnth140.jpg

Miðpunktur verkefnisins á Íslandi er  Vatnajökulsþjóðgarður og nú er búið að mynda hóp á Austurlandi sem er að fara af stað með vinnu að NEED verkefninu í tengslum við þjóðgarðinn. Verkefnisstjórn er á höndum Fræðaseturs Háskóla Íslands á Hornafirði.

Aðalmarkmið NEED er að nýta þekkingu um náttúru- og menningararf í þjóðgörðum og grannbyggðum þeirra til þess meðal annars að auka skilning á gildi þeirra og mikilvægi verndunar, efla sjálfsmynd íbúa, ekki síst barna og byggja upp atvinnustarfsemi í kringum miðlun og sölu upplýsinga um svæðin til ferðamanna. 

 Margt í pípunum 

Hérlendis stendur til að setja upp upp margvísleg tilrauna- og þróunarverkefni á hinum ýmsu starfssvæðum Vatnjökulsþjóðgarðs.  Þau eiga til dæmis að snúa að nýtingu náttúruskóla við gestamiðstöðvar þjóðgarðsins til kennslu fyrir grunnskólabörn, hönnun vettvangsnámskeiða í þjóðgarðinum og nágrenni hans til að þjálfa framhaldsskóla- og háskólanema í náttúru- og umhverfisfræðum. Þá er horft til hönnunar símenntunarnámskeiða fyrir íbúa grannbyggða um náttúrufar, menningu og umhverfisvernd, sem og ráðgjafar fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu varðandi vöruþróun í fræðandi ferðaþjónustu. Nánari upplýsingar um NEED má finna á vefsíðunni www.need.is.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.