Og hvað svo?

Ásta Hafberg Sigmundsdóttir skrifar:     Eftir lestur um hugmyndir að atvinnuuppbygginu í landinu get ég bara ekki orða bundist. Ríkið ætlar að skaffa 4000 störf á árinu, sem er nú bara gott og blessað. Þetta eru störf í byggingariðnaði, gróðrabelta gerð og svo listamannalaun fyrir 180 manns ásamt öðru. Alls ekkert út á þetta að setja og hið besta mál....sem skammtímalausn á þeim vanda sem blasir við okkur í dag.sta_hafberg_sigmundsdttir.jpg

Einnig er búið að setja upp nýja styrktarsjóði til handa sprota hér í landinu. Og þar stendur hnífurinn í kúnni.  Þar er gengið út frá að ugmyndin sem styrkja á sé hugvitslega á hátæknileg og/eða á æðra plani og skaffi fullt af störfum sem fyrst. Sem sagt enn og aftur á að flýta sér í einhverja hástökksuppbyggingu án þess að taka litlu skrefin.

Auðvitað verður að fara í atvinnu og fyrirtækja uppbyggingu í landinu, en þar verðum við að líta meira á sérkenni og aðstæður á hverju stað fyrir sig. Ég get ekki séð fyrir mér að við opnum hátækni fyrirtæki á borð við Marel, Össur og Actavis í hverjum firði og flóa hér á landi.

Við verðum að fara út í breiðari flóru fyrirtækja og gefa þeim tækifæri líka sem eru bara með hugmynd að rekstri þar sem starfa 2-4 starfsmenn til að byrja með.

Einnig finnst mér skrýtið að aðeins er talað um skattaafslætti fyrir fjárfesta sem þora að fjárfesta í þessum sprotafyrirtækjum, hvað með sprotana sjálfa ? Hvernig væri að koma á móts við þá með einhverskonar skattapakka eða annars konar ívilunum?

Einnig geta sprotar fengið atvinulausan sérfræðing í vinnu og fengið með honum alveg HEILAR atvinnuleysisbætur. Þær eru nú frekar lágar og yfirleitt eru sérfræðingar vel launaðir. Þannig að sprotinn situr þá uppi með um 4-600.000 minimum í launakostnað fyrir sérfræðinginn. Eftir að atvinnuleysisbæturnar hafa verið reiknaðar inn.

En þetta eru auðvitað allt skref í rétta átt en það er eins og enn og aftur eigi að reyna að hlaupa í gegnum þetta á einhverju hundavaði.

Reyndar hefur mér oft dottið í hug hvort ekki væri hægt að búa til lánasjóð fyrirtækja sem eru að starta upp, endurfjármagna eða auka við sig. Sjóð sem er byggður upp svipað og LÍN. Fyrirtæki fær lán frá ríkinu á viðráðanlegum vöxtum og byrjar að borga til baka eftir að hagnaður fer að sjást í rekstri eða eftir 2 ár frá byrjun reksturs. Þarna væri þá hægt að setja upp greiðslur sem væru prósentur af sölu/hagnaði eða eitthvað því um líkt.

 

 Auðvitað yrði að liggja til hliðsjónar raunhæf viðskiptaáætlun o.s.fr. Þarna væri þá hægt að gera einn sjóð yfir alla línuna og ekki vera með mismunandi starfsemi í gangi eins og Byggðastofnun, Nýsköpunarsjóð og þess háttar.

Þarna er komin hjálp við sprotana sem oftar en ekki hætta við framkvæmdir vegna dýrs lánsfés, eða hugmyndin þeirra er ekki nógu flott fyrir Nýsköpunarsjóð og aðra því um líka.

Ríkið fær peningana til baka með vöxtum og allir græða. Þá væri líka hægt að styrkja stuðnigsbatteríin sem eru nú þegar til staðar eins og Impru og Nýsköpunarmiðstöð og auka starfsemi þeirra hvað varðar beina ráðgjöf og aðhald fyrir sprotafyrirtæki.

  Höfundur er í efsta sæti Frjálslynda flokksins í Norðausturkjördæmi. 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.