Olía undir Austfjörðum?

Nýjar jarðfræðirannsóknir benda til að olía finnist nær Austfjörðum en áður hefur verið talið. Sérfræðingar eru farnir að horfa til svæðisins í kringum Borgarfjörð eystri.

 

Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi var rætt við Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðing við Háskóla Íslands, sem sagði vísbendingar um að meginlandsskjöldurinn, sem talinn er geyma olíu á Drekasvæðinu norðaustur af Íslandi, teygi sig sunnar og nær Íslandi og jafnvel undir Ísland. Í fjallinu Hvítserki í Borgarfirði, hafa fundist zircon-kristallar, sem eru miklu eldri en elsta berg á Íslandi. Þeir séu það gamlir að þeir hljóti að vera úr meginlandsskildinum. Hvort skjöldurinn teygi sig alla leið til Borgarfjarðar verði ekki skorið nema með nánari rannsóknum.
Sex alþjóðleg félög hafa nýlega sent sérfræðinga til landsins til landsins til frekari rannsókna. Norskir olíufræðingar hafa spáð því að fyrsta olían á Drekasvæðinu náist upp á næstu þremur til fimm árum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.