Opnir fundir um efnahagshrunið

Þjóðkirkjan, AFL Starfsgreinafélag og Þekkingarnet Austurlands bjóða íbúum Austurlands að sækja opinn umræðufund um efnahagsástandið, ástæður fallsins og leiðir út úr vandanum. Fundirnir verða haldnir á Egilsstöðum í húsnæði ÞNA að Tjarnarbraut 39e, föstudaginn 27. febrúar kl. 20 og á Reyðarfirði í Molanum, Búðareyri 1, laugardaginn 28. febrúar kl. 15. Jafnframt verða fundirnir í fjarfundum á Vopnafirði, Djúpavogi, Breiðdalsvík og Neskaupstað.

11_12_52---electric-light-bulb_web.jpg

Á fundunum munu Vilhjálmur Bjarnason og Stefán Einar Stefánsson flytja erindi.

Vilhjálmur Bjarnason, formaður Félags fjárfesta og kennari við viðskiptafræðideild HÍ flytur erindi undir yfirskriftinni Efnahagsmál þjóðarinnar, staðan, tilurðin og horfurnar.

 

Stefán Einar Stefánsson guðfræðingur og viðskiptasiðfræðingur við HR flytur erindi undir yfirskriftinni Mammon, Guð og manneskjan.

 

Fundirnir eru öllum opnir og aðgangur ókeypis.

 

Þeir sem vilja nýta sér fjarfundi þurfa að hafa samband við ÞNA í netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.