Rúmur helmingur hreindýraveiðikvótans óveiddur
Þegar hreindýraveiðitímabilið er rúmlega hálfnað eru rúmlega 760 dýr óveidd.
Þann 18. ágúst, þegar fimmtu viku veiðanna af níu var lokið, höfðu verið veidd 571 dýr af 1.333 eða 43%. Á sama tíma í fyrra höfðu verið veidd 364 dýr eða þriðjungur kvótans. Í ár var leyft að veiða ríflega 200 fleiri dýr og því hafa veiðimenn þurft að vera ákveðnari á veiðum. Jóhann Guttormur Gunnarsson, starfsmaður Umhverfisstofu, segist veiðimenn hafa brugðist vel við. Veiðar hafa gengið best á stóru svæðunum, 1 og 2. Verr hefur gengið á suðurfjörðum, á svæðum 7, 8 og 9 þar sem nokkur þoka hefur verið.