Áræðni og raunverulegar aðgerðir strax

Gunnar Þór Sigbjörnsson skrifar:      Ég er búinn að vera flokksbundinn framsóknarmaður í  mörg ár og hef fylgst með þróun stjórnmála frá sjónarhóli grasrótar, mismikið að vísu, en þó með nokkrum þunga núna síðustu ár.   Ég hef verið mjög ósáttur með hvernig forysta flokksins hefur einangrað sig frá sínu baklandi og var því ánægjulegt að sjá grasrótina rísa upp og fara gegn slíkri þróun á síðasta flokksþingi.

gunnar_sigurbjrnsson_vefur.jpg

Ég hef ættíð litið á mig sem félagshyggjumann og bind ég miklar vonir um að við náum að festa varanlega í okkar innri stjórnarskrá framsóknar  þau félagslegu gildi sem við fórum á mis við síðustu ár.

 

Ég vill sjá stjórnmál sem vinna að hagsmunum landsmanna, það hefur vantað örlítið uppá það undanfarið.

Ég vill sjá gagnætt hagkerfi en gagnæi er lykill að heilbrigðu og traustu nýja Íslandi.

Ég vill sjá jákvæðari umfjöllun um land og þjóð en það er með ólíkindum að sjá hvað þriðja valdið í landinu hjálpar lítið til við að byggja upp traust útá við, en með mjög neikvæðri umfjöllun draga þeir úr trúverðugleika okkar en það ekki það sem okkur vandar núna.

Ég vill sjá nýjar leiðir til að byggja upp ferðamennsku en lagning hálendisvegar þvert yfir landið myndi koma með nýja spennandi möguleika inní ferðamennskuna,  eins yrði margvíslegur annar ávinningur með þannig aðgerð.

Ég vill sá kerfislega aðgerð í því að auka smábátasókn en þessi tegund sjó sóknar hefur stórlega dregist saman í núverandi kerfi og er það slæm þróun þar sem smábátasókn er vistvænar veiðar og skapa mikið líf í jaðarbyggðir og mörg störf.

Ég vill sjá strax  útboð á viðhaldi opinberra bygginga en mikið af opinberum eignum liggja undir skemmdum og nú er lag að skapa mikið af störfum um allt land og um leið venda verðmæti okkar landsmanna.

Ég vill sá okkur  styðja betur  við landbúnaðinn í landinu en matvælaöryggin er ein af grunnstoðum sjálfstæðrar þjóðar.

Ég vill sá raunverulegar viðræður við Breta um Ice Save, ljóst er að mikið af fjármunum eru í skattaskjóli í  breskri  lögsögu og því á að gera Bretum það ljóst að forsenda þess að Íslendingar geti greitt Ice Save á næstunni þá þurfa Bretar að aðstoða okkur í því að endurheimta það fé sem ranglega hefur verið komið í skjól á Breskri grund, að öðrum kosti þarf að fá samningskjör sem við getur risið undir.

 

Við aðstæður sem þessar þarf áræðni og raunverulegar  aðgerðir strax.

 

Maki minn er  Helga Þórarinsdóttir, skrifstofustjóri. Við búum á Egilsstöðum og eigum 2 börn. Ég er með dipl. í verslunarstjórnun frá Bifröst og próf í stjórnun frá Háskóla Íslands.

   

Gunnar Þór Sigbjörnsson, þjónustustjóri Egilsstöðum, býður sig fram í 5. sæti fyrir Framsókn í Norðausturkjördæmi.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.