Samkaup yfirtekur allan verslunarrekstur KHB

Samkaup hf. og Kaupfélag Héraðsbúa hafa náð samkomulagi um kaup Samkaupa á verslunarrekstri Kaupfélags Héraðsbúa á Egilsstöðum, Neskaupstað, Eskifirði, Seyðisfirði, Fáskrúðsfirði, Djúpavogi og Borgarfirði eystra. Þá mun Samkaup kaupa fasteignir Kaupfélags Héraðsbúa sem tilheyra þessum verslunum, að undanskildum fasteignum á Fáskrúðsfirði og Djúpavogi. Samkomulagið felur jafnframt í sér að Samkaup mun yfirtaka ráðningarsamninga við allt starfsfólk KHB í þessum verslunum.

logo_khb.gif Í tilkynningu frá KHB og Samkaupum sem barst fjölmiðlum í dag segir einnig að verslanir Kaupfélags Héraðsbúa  hafi verið reknar í samstarfi við Samkaup hf. undir vörumerkjunum Samkaup Úrval og Samkaup Strax. Því er áætlað er að yfirtaka verslunarrekstursins eigi stað svo fljótt sem auðið er og með þeim hætti að verslun og þjónusta við íbúa haldist óskert.  Samkaup hf rekur 43 verslanir víða um land undir heitunum Samkaup úrval, Samkaup strax, Nettó, Kaskó ásamt Hyrnunni í Borgarnesi og starfa í dag um 800 manns hjá Samkaupum. 

Það er markmið Samkaupa með þessum kaupum að efla verslun og bæta þjónustu á Austfjörðum ásamt því að taka virkan þátt í samfélaginu á svæðinu.

logo_strax.gif

logo_urval.gif

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.