Samkaup yfirtekur allan verslunarrekstur KHB
Samkaup hf. og Kaupfélag Héraðsbúa hafa náð samkomulagi um kaup Samkaupa á verslunarrekstri Kaupfélags Héraðsbúa á Egilsstöðum, Neskaupstað, Eskifirði, Seyðisfirði, Fáskrúðsfirði, Djúpavogi og Borgarfirði eystra. Þá mun Samkaup kaupa fasteignir Kaupfélags Héraðsbúa sem tilheyra þessum verslunum, að undanskildum fasteignum á Fáskrúðsfirði og Djúpavogi. Samkomulagið felur jafnframt í sér að Samkaup mun yfirtaka ráðningarsamninga við allt starfsfólk KHB í þessum verslunum.
Það er markmið Samkaupa með þessum kaupum að efla verslun og bæta þjónustu á Austfjörðum ásamt því að taka virkan þátt í samfélaginu á svæðinu.