Samtökin Austfirskar krásir stofnuð
Samtökin Austfirskar krásir – matur úr héraði voru stofnuð í gær, fimmtudaginn 26. febrúar, á fjölmennum stofnfundi á Egilsstöðum. Tilgangur samtakanna er að efla austfirska matarmenningu og vera samstarfsvettvangur þeirra aðila sem stunda rekstur með hráefni svæðisins. Starfssvæði samtakanna nær frá Þvottárskriðum í suðri að Sandvíkurheiði í norðri.
Á stofnfundinum voru eftirtalin kosin í stjórn og varastjórn: Elísabet Kristjánsdóttir frá Fjalladýrð, Elísabet Þorsteinsdóttir frá Klausturkaffi, Eymundur Magnússon í Vallanesi, Hrafnhildur Geirsdóttir frá Hrefnuber, Klas Poulsen frá Hótel Öldunni, Guðveig Eyglóardóttir á Valþjófsstað, Þórólfur Sigjónsson frá Selsburstum.