Samtökin Austfirskar krásir stofnuð


Samtökin Austfirskar krásir – matur úr héraði voru stofnuð í gær, fimmtudaginn 26. febrúar, á fjölmennum stofnfundi á Egilsstöðum. Tilgangur samtakanna er að efla austfirska matarmenningu og vera samstarfsvettvangur þeirra aðila sem stunda rekstur með hráefni svæðisins. Starfssvæði samtakanna nær frá Þvottárskriðum í suðri að Sandvíkurheiði í norðri.

matarkrsir_vefur.jpg

Samtökin eru opin öllum sem stunda eða hyggjast stunda rekstur sem byggir á austfirsku hráefni, hvort sem það er við matvælaframleiðslu eða veitingarekstur. Jafnframt get gengið í samtökin einstaklingar, fyrirtæki, stofnanir, sveitarfélög og félög sem láta sig varða staðbundið hráefni, rekjanleika vöru, gæði matvæla og markaðssetningu austfirsks hráefnis.
Á stofnfundinum voru eftirtalin kosin í stjórn og varastjórn: Elísabet Kristjánsdóttir frá Fjalladýrð, Elísabet Þorsteinsdóttir frá Klausturkaffi, Eymundur Magnússon í Vallanesi, Hrafnhildur Geirsdóttir frá Hrefnuber, Klas Poulsen frá Hótel Öldunni, Guðveig Eyglóardóttir á Valþjófsstað, Þórólfur Sigjónsson frá Selsburstum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.