Seyðfirðingar hlupu lengst

Níu konur á Seyðisfirði hlupu tuttugu kílómetra í kvennahlaupi Sjóvár og ÍSÍ í dag. Þetta var lengsta vegalengdin sem var í boði á landinu. Hlaupið fór fram í tuttugasta sinn í dag.
ImageÁætlað er að um sextán þúsund konur hafi hlaupið í dag á níutíu stöðum hérlendis og átján erlendis.

Yfirskrift hlaupsins í ár var „Tökum þátt – Heilsunnar vegna.“ Hún vísaði til mikilvægis forvarna í heilbrigðu líferni og minna konur á mikilvægi þess að fara reglulega í skoðun hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins. Konur sem fæddust árið sem Kvennahlaupið var fyrst haldið eru í ár boðaðar í sína fyrstu skoðun.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.