Sigmundur Ernir vill 2. sætið í NA kjördæmi fyrir Samfylkinguna

Skáldið og fréttahaukurinn Sigmundur Ernir Rúnarsson hefur afráðið að snúa sér að stjórnmálaþátttöku, eftir að hann hætti störfum á Stöð 2 fyrir skemmstu. Hann býður sig fram í 2. sæti Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Sigmundur Ernir mun ekki hafa verið flokksbundinn og hafði ekki gengið í Samfylkinguna er hann ákvað framboð sitt.

sigmundur_ernir_rnarsson.jpg

Sigmundur Ernir er ættaður norðan af Akureyri og af Úthéraði og Borgarfirði eystri. Hann hefur látið hafa eftir sér að hann telji mikla kröfu vera í þjóðfélaginu um endurnýjun eftir búsáhaldabyltinguna og að hann finni hjá sér þörf fyrir að hella sér í stjórnmálin og hjálpa til við endurreisnarstarfið.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.