Sinfóníuhljómsveit Íslands spilar á Austurlandi

Miðvikudaginn 5. nóvember heldur Sinfóníuhljómsveit Íslands tónleika í Kirkju- og menningarmiðstöðinni Fjarðarbyggð á Eskifirði og daginn eftir á Hornafirði. Aðgangur er ókeypis og hefjast báðir tónleikarnir kl. 20.00.
Á efnisskrá verða fimmta sinfónía Beethovens, karnivalforleikur eftir Dvorák og kafli úr hinni ástsælu tónlist Edvard Grieg við Pétur Gaut. Fyrsti konsertmeistari hljómsveitarinnar, Sigrún Eðvaldsdóttir, leikur einleik með hljómsveitinni í Rómönsu eftir Árna Björnsson og fyrsta kaflann úr fiðlukonsert Sibeliusar. Sigrún lék einmitt konsertinn á tónleikum 16.október sl. og í fimm stjörnu dómi í Morgunblaðinu sagði Jónas Sen m.a. ,,Sigrún gæddi leik sinn sterkum tilfinningum og spilaði af ótrúlegum glæsileik". Stjórnandi er Petri Sakari. 

Efnisskrá: 
Dvorák: Karnivalforleikur 
Grieg: Morgunstemning 
Árni Björnsson: Rómansa op.6 
Sibelius: Fiðlukonsert, 1. kafli 
Beethoven: Sinfónía nr. 5
hpmynd_sinf.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.