Skemmtilegar myndir á heraust.is

Ýmsu nýju efni hefur nú verið bætti inn á vef Héraðsskjalasafns Austurlands, www.heraust.is. Þar má m.a. finna frétt um nýliðna viðburði í starfsemi safnahússins, undir flokknum Fróðleikur má finna nýjan pistil eftir Guðgeir Ingvarsson um Guðnýju Þorsteinsdóttur frá Lindarbakka í Borgarfirði og gögn í vörslu héraðsskjalasafnsins sem henni tengjast. Hrafnkell Lárusson ritar pistil um nýafstaðinn skjalavarðafund og síðast en ekki síst er komin ný myndasýning á heimsíðuna, en hún nefnist Bæjarhátíðir og íþróttaviðburðir.

 

Í tilkynningu segir að myndirnar í sýningunni séu allar úr myndasafni Vikublaðisins Austra og er um þriðjungur þeirra tekin af ýmsum viðburðum sem boðið var upp á í tilefni af 50 ára afmæli Egilsstaðabæjar sumarið 1997. Jafnframt gefur að líta nokkrar myndir af íþróttaviðburðum og keppnisliðum og eru þær flestar teknar á síðasta áratug 20. aldar. Allar eru myndirnar í sýningunni af viðburðum á Fljótsdalshéraði. Nokkrar eldri myndir (svarthvítar) hafa slæðst með, flestar frá 9. áratugnum. Eins og venjulega vonumst við til að gestir heimasíðunnar sendi okkur línu ef þeir geta liðsinnt okkur með nöfn á óþekktu fólki eða gefið frekari upplýsingar um myndefnið.

Ábendingum er hægt að koma á framfæri á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 471 1417.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.