Sækist eftir 5. til 8. sæti í NA-kjördæmi

Bernharð Arnarson, bóndi að Auðbrekku í Hörgárdal gefur kost á sér í 5. – 8. sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi í næstu alþingiskosningum.

bernhar_albertsson.jpg

Bernharð er búfræðingur og bóndi að Auðbrekku þar sem hann rekur blandaðan búrekstur ásamt eiginkonu sinni. Bernharð hefur starfað mikið að ýmsum félagsstörfum m.a. í leikfélagi Hörgdæla þar sem hann situr í stjórn, í Umf. Smáranum, en þar er hann varaformaður. Á undangengnum árum hefur Bernharð gegnt ýmsum störfum innan Framsóknarflokksins, m.a. sem formaður FUFAN, þar sem hann situr í stjórn. Þá er Bernharð varaformaður fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna á Akureyri.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.