Íslensku útrásinni skotið upp um áramótin
Árleg flugeldasala björgunarsveitanna hefst á morgun. Flugeldasalan er helsta fjáröflunarleið björgunarsveitanna en kostnaður við rekstur björgunarsveitar er mikill þrátt fyrir að allt starf sé unnið í sjálfboðavinnu, segir í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Útköllum hafi fjölgað mikið og telji nú um 1500 á ári.
Að þessu sinni gefst fólki kostur á að sprengja upp fjóra nýja flugelda - víkingatertu, með myndum af helstu útrásarvíkingunum, bankatertu, með myndum af bankamönnum, stjórnmálatertu með myndum af stjórnmálamönnum og Íslandstertu með mynd af almenningi. Myndirnar teiknaði Halldór Baldursson.