Söngfuglar athugið!

Dagana 10 – 12. júlí n.k. heldur Jon Hollesen kórstjóri, söngkennari og raddþjálfari, námskeið í Kirkju- og menningarmiðstöðinni Eskifirði. Námskeiðið er öllum opið sem vilja syngja, og nýtist kórsöngvurum einstaklega vel, að sögn Kára Þormar.

choir.jpg

,,Hollesen hélt hér námskeið í febrúar við frábærar  undirtektir og náði alveg frábærum árangri með þátttakendur. Hann hélt einnig námskeið í Reykjavík fyrir Hljómeyki og Kór Áskirkju á svipuðum tíma

Jon hefur unnið einnig mikið með kammerkórnum Stöku í Danmörku, sem er undir stjórn Stefáns Arasonar,“ segir Kári Þormar hjá Kirkju- og menningarmiðstöðinni.

Námskeiðið verður sem hér segir:

Föstudagur 10.júlí  17.00 - 22.00
Laugardagur 11.júlí 10.00 - 17.00
Sunnudagur 12.júlí 10.00 - 17.00

Námskeiðisgjald verður ákveðið síðar, en inni í því verður matur og kaffi svo og námskeiðisgögn.

Áhugasamir eru vinsamlegast beðnir um að láta Kára Þormar vita sem fyrst, í síma 891-8040 eða á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Sjá nánar um Jon Hollesen á www.aria.dk

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.