Snjóhengjur á húsþökum

Það er ekki aðeins að snjóalög séu nokkuð ótrygg í fjöllum og vel með þeim fylgst af snjóflóðaeftirlitsmönnum. Snjóalög geta einnig verið varasöm í þéttbýli, og ekki síst þegar þykkar snjóhellur taka að renna fram af þökum eða löng og oddhvöss grýlukerti myndast. Hallfríður Bjarnadóttir á Reyðarfirði sendi Austurglugganum þessa mynd af vænni snjóhellu sem pompar vísast innan tíðar niður í garðinn hjá henni og vonandi ekki ofan á neinn. Hafið varann á gagnvart snjó á þökum og grýlukertum.

snjhengja_hj_hallfri_vefur.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.