Sprengjuhöllin og Hjaltalín heimsækja Austurland

Hljómsveitirnar Sprengjuhöllin og Hjaltalín halda tvenna tónleika á Austurlandi um helgina.

 

Þeir fyrri verða í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði klukkan 20:00 á föstudag. Miðaverð á þá er 1.600 krónur. Hinir síðari eru í Valaskjálf, Egilsstöðum á laugardag klukkan 23:00. Miðaverð þar er 2.000 krónur í forsölu en 2.500 krónur við hurð. Andrea Gylfadóttir verður sérstakur gestur á báðum tónleikunum.
Ný plata Sprengjuhallarinnar, Bestu kveðjur, kom út í vikunni. Fyrsta plata sveitarinnar, Tímarnir okkar, var ein mest selda platan á Íslandi í seinustu viku með lögum eins og „Glúmur“ og „Verum í sambandi“
Hjaltalín gerði það einnig gott fyrir seinustu jól með plötunni „Sleepdrunk Season.“ Sveitin flutti eitt vinsælasta lag sumarsins, „Þú komst við hjartað í mér.“

Hlustaðu á Sprengjuhöllina á MySpace
Hlustaðu á Hjaltalín á MySpace


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.