Ásta Hafberg í efsta sæti Frjálslyndra í NA-kjördæmi

Kjördæmisráð Frjálslynda Flokksins í Norðausturkjördæmi lýkur nú senn við uppsetningu á framboðslista sínum fyrir komandi alþingiskosningar. Þegar liggur þó fyrir hver mun skipa 1. sæti listans , þ.e.  Ásta Hafberg S. og er hún fædd 1971, í Reykjavík þar sem hún ólst upp að mestu. Eiginmaður Ástu er Bastian Stange fæddur 1974 í Stade Þýskalandi, hann er menntaður skipstjóri og vélvirki. Til samans eiga þau 6 börn á aldrinum 6 mánaða, 2ja, 7, 10, 11, og 13 ára.

sta_hafberg.jpg

Ásta hefur búið á Fáskrúðsfirði síðan 2005, en þar áður hafði hún búið í Danmörku og Þýskalandi í meira og minna 15 ár. Hún er með diplómu í hönnunarfræði frá Teknisk Akademy Syd í Sönderborg, Danmörku af viðskipta og framleiðslu sviði. Áður hafði hún lokið tækniteiknun frá Iðnskóla Reykjavíkur.

Hún starfar sem verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Austurlands og hefur gegnt því starfi frá árinu 2007.  Hún hefur gegnt margvíslegum störfum bæði hérlendis og erlendis.

 


Í frétta frá kjördæmisráði flokksins segir að Ásta hafi ákveðið að fara í framboð vegna þeirrar stöðu sem nú er komin upp í þjóðfélaginu. Kalli þetta ástand á fólk með nýjar hugmyndir til framtíðaruppbyggingar Íslands, svo sem  félagslega uppbyggingu, uppbyggingu atvinnuvega og fyrirtækja og síðast en ekki síst aðgerðir til handa heimilunum í landinu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.