Stefanía vill 2.-3. sæti

Stefanía Kristinsdóttir býður sig fram í 2.-3. sæti Samfylkingarinnar í NA-kjördæmi. Stefanía hefur starfað sem framkvæmdastjóri Þekkingarnets Austurlands frá ágúst 2007. Hún er með BA gráðu í heimspeki auk þess sem hún er rekstrarfræðingur frá Háskólanum á Bifröst og með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Hún býr með fjölskyldu sinni á Egilsstöðum.

stefana_kristinsdttir.jpg

,,Það sem ég tel mig geta lagt af mörkum er heiðarleiki og reynsla af þróunarstarfi í nýsköpun og menntamálum. Framtíðin byggir á því að við leitum í sameiningu lausna og nýjunga sem geta skotið styrkum stoðum undir atvinnulífið í landinu. Neikvæð umræða um byggðamál undanfarin ár var fylgifiskur frjálshyggjunnar sem nú er fallin, í því felast tækifæri hinna dreifðu byggða," segir Stefanía í tilkynningu.

Hún hefur starfað sem framkvæmdastjóri Þekkingarnets Austurlands frá ágúst 2007. Hún er með BA gráðu í heimspeki frá Háskóla Íslands, rekstrarfræðingur frá Háskólanum á Bifröst, MBA gráða frá Háskólanum í Reykjavík og stundar nú kennsluréttindanám í Háskólanum á Akureyri. Hún starfaði sem skrifstofu- og verkefnastjóri hjá Rannsóknaþjónustu Háskóla Íslands í rúm 6 ár og vann þar að verkefnum á borð við, Ungir Vísindamenn, Uppúr Skúffunum, Stofnun Fræðasetra Háskóla Íslands auk þess að vinna að fjölmörgum Evrópuverkefnum. Þá vann Stefanía að undirbúningi Vaxtarsamnings Austurlands (2005-2007) sem byggði á víðtæku samstarfi þekkingarstofnanna við fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög á Austurlandi.  Stefanía býr á Egilsstöðum og er gift Gesti Helgasyni, þjónustustjóra í Sparisjóði Norðfjarðar á Reyðarfirði, og eiga þau þrjú börn.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.