Steingrímur, Þuríður og Björn Valur í þremur efstu hjá VG í Norðausturkjördæmi

Talningu í forvali Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi lauk í gærkvöld og var kjörsókn tæplega 63%. Einn kjörseðill var úrskurðaður ógildur. Alls gaf 21 félagi kost á sér í forvalinu. Steingrímur J. Sigfússon fékk afgerandi kosningu í fyrsta sætið en alls var kosið í átta sæti. Þuríður Backman er í öðru sæti og Björn Valur Gíslason í því þriðja.

vg_logo_rautt_web.jpg

1.  Steingrímur J. Sigfússon

2.  Þuríður Backman

3.  Björn Valur Gíslason

4.  Bjarkey Gunnarsdóttir

5.  Þorsteinn Bergsson

6.  Hlynur Hallsson

7.  Dýrleif Skjóldal Ingimarsdóttir

8.  Jóhanna Gísladóttir

Vegna reglna um kynjajafnrétti á listum Vinstri grænna færist Dýrleif Skjóldal upp fyrir Hlyn Hallsson.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.