Stórhætta af hreindýrum á vegum

Hættan á árekstrum við hreindýr hefur aukist mikið á síðustu árum, segir í fréttatilkynningu sem Náttúrustofa Austurlands hefur sent frá sér af gefnu tilefni. Hættulegustu staðirnir eru Kárahnjúkavegur og þjóðvegur 1 um Lón og Nes á Suðausturlandi.

 

hreindr.jpg

Fjöldi hreindýra sem orðið hafa fyrir bílum hefur snaraukist og sker árið 1997 sig úr sem versta árið frá upphafi. Skammdegið er hættulegasti tími ársins og verða flest dýr fyrir bílum í nóvember til janúar.

Náttúrustofan hvetur bílstjóra er aka um Austurland til að fara gætilega einkum á Kárahnjúkavegi og í Lóni og Nesjum.

Flestir árekstrar við hreindýr verða í ljósaskiptunum þar sem hálka er á vegum.

Framundan er hættulegasti tími ársins fyrir hreindýr gagnvart ökutækjum.

Vegagerðin hefur sett upp viðvörunarskilti á hættulegustu stöðunum og eru ökumenn hvattir til að sýna sérstaka aðgát þar.

Ljósmynd/Skarphéðinn Þórisson

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.