Stútfullur Austurgluggi af forvitnilegu efni

Nýr Austurgluggi kom út í dag.

Meðal efnis í blaðinu eru viðtöl við Stöðfirðinginn Svövu Magnúsdóttur um einkar forvitnilegt borðspil sem snýst um helstu trúarbrögð veraldar, Sonju Björk Jóhannsdóttur, íþróttamann Hattar árið 2008 og Garðar Bachmann Þórðarson kvikmyndagerðarmann á Seyðisfirði. Fjallað er um áhugaverð tækifæri í atvinnusköpun fyrir fólk í dreifbýli, búsifjar bænda í Jökulsárhlíð vegna garnaveiki og helstu fréttir. Að auki eru birtar aðsendar greinar sem fjalla um allt frá erfiðu hlutskipti fyrirtækja í fjórðungnum til opnunartíma bókasafnsins í Neskaupstað. Forstöðumaður þróunarsviðs Byggðastofnunar skrifar um byggðaáætlun fram til 2013 og forstöðumaður Héraðsskjalasafns Austfirðinga fjallar um mikilvægi staðbundinna fjölmiðla.

Austurglugginn fæst á öllum betri blaðsölustöðum á Austurlandi. Áskriftarsími er 477-1571.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.