Átak um söfnun skjala kvenfélaga um land allt

Kvenfélagasambands Íslands og Félag héraðskjalavarða á Íslandi standa nú fyrir sameiginlegu átaki í söfnun og varðveislu skjalasafna kvenfélaga á landinu og annarra félaga kvenna. Forsvarsmenn kvenfélaga í Múlasýslum og þeir sem hafa undir höndum skjöl frá kvenfélögum eru hvattir til að hafa samband við Héraðsskjalasafn Austfirðinga (s. 471 1417 / nf. This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.) varðandi nánari upplýsingar eða koma skjölunum til þeirra til varðveislu.

konuklbbur2.jpg

Kvenfélög á Íslandi eiga sér langa og merka sögu. Í dag eiga yfir 200 félög aðild að Kvenfélagasambandi Íslands en einnig eru mörg félög kvenna sem standa utan þess. Allt frá því fyrsta kvenfélagið var stofnað árið 1869 hafa þau unnið feikimikið starf landi og þjóð til velfarnaðar og heilla. Þau hafa ekki síst unnið að því að standa vörð um hagsmuni heimilanna og fjölskyldunnar, veita þeim aðstoð sem standa höllum fæti og efla kynni kvenna með þátttöku í ánægjulegum félagsskap með sameiginleg markmið.

 

Mikilvægt er að starf og saga kvenfélaganna glatist ekki eða falli í geymslu. Saga þeirra er varðveitt í skjölunum sem oft eru geymd við misjafnar aðstæður í heimahúsum eða í húsnæði sem félögin hafa til umráða. Héraðsskjalasöfn efna nú til átaks með Kvenfélagasambandi Íslands í því skyni að hvetja kvenfélög til að varðveita sögu sína með því að koma skjölunum á næsta héraðskjalasafn. Á söfnunum hafa einnig fleiri tækifæri til að skoða skjölin og skrifa sögu félaganna.

 

Héraðskjalasöfnin munu sjá um að skrá og ganga frá skjölunum félögunum að kostnaðarlausu. Best er að fá skjölin í sem upprunalegasta ástandi, þ.e. óflokkuð. Meðal mikilvægra gagna sem æskilegt væri að fá til varðveislu eru til dæmis fundagerðarbækur, bréfasöfn, ljósmyndir, félagatöl, basarbækur og kynningarefni. Nýrra efni eins og félagatöl í Excel-formi eða tölvupósta þarf að skila útprentuðu.

 

Héraðskjalasöfn landsins eru 20 að tölu og varðveita skjöl stofnana og fyrirtækja þeirra sveitarfélaga sem undir þau heyra. Þau hafa einnig eftirlit með skjalastjórn afhendingarskylda aðila og veita þeim ráðgjöf. Héraðskjalasöfnin taka einnig til varðveislu skjöl einstaklinga, félaga og fyrirtækja á safnsvæðinu en þau skjöl veita okkur ómetanlega mynd af sögu og mannlífi viðkomandi byggðarlags.

 

Forsvarsmenn kvenfélaga í Múlasýslum og þeir sem hafa undir höndum skjöl frá kvenfélögum eru hvattir til að hafa samband við Héraðsskjalasafn Austfirðinga (s. 471 1417 / nf. This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.) varðandi nánari upplýsingar eða koma skjölunum til þeirra til varðveislu. Héraðsskjalasafn Austfirðinga varðveitir nú þegar gögn frá alls níu kvenfélögum á svæðinu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.