Tarfur felldur um kaffileytið

Hreindýraveiðar hófust í gær og fyrstu fréttir af veiði voru af tarfi sem felldur var í landi Þuríðarstaða í Fljótsdal um kaffileytið í gær. Þá var tarfur skotinn í Skriðdal nokkru síðar og annar í Hjaltastaðarþinghánni snemma í gærkvöld. Jóhann G. Gunnarsson hjá veiðistjórnunarsviði Umhverfisstofnunar telur að þrettán veiðimenn hafi verið við veiðar í gær. Veður til veiða er heldur önugt í dag, rigning, vindur, um tíu stiga hiti og skyggni takmarkað. Veiðimenn láta það þó væntanlega ekki aftra sér frá að halda galvaskir til veiða. hreindraskytta_vefur.jpg

 

---

 

Úr myndasafni Austurgluggans.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.