Tekið við umsóknum í Vaxtarsamning Austurlands

Á fundi framkvæmdaráðs Vaxtarsamnings Austurlands 17. febrúar síðastliðinn var samþykkt að hafa ekki sérstaka umsóknarfresti árið 2009 heldur taka við umsóknum allt árið eða til 1. október 2009 og  afgreiða þær jafnóðum. Á sama fundi var samþykkt að amk. 27 milljónum verði varið til stuðnings verkefna í formi peninga og um 20 milljónum í formi sérfræðiframlags eða tæplega 50 milljónum alls á árinu 2009.

Vaxtarsamningur styður við uppbyggingu klasa og verkefna þar sem samvinna er í forgrunni. Skilyrði fyrir fjárstuðningi til verkefna er að þau tengist uppbyggingu klasa eða samstarfsnets svo sem stuðningi við stofnun tengslanets, fræðslu og þjálfun, rannsókna- og greiningarvinnu, ráðgjöf eða sameiginleg þróunar- og samstarfsverkefni sem metin eru í hverju tilfelli. Rekstrar- og fjárfestingakostnaður eru ekki styrkhæfir.

Umsóknir eru afgreiddar á fundum framkvæmdaráðs sem kemur saman eftir þörfum og má því gera ráð fyrir mislöngum tíma til afgreiðslu umsókna. Umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu Vaxtarsamnings Austurlands.

Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Vaxtarsamnings Austurlands sem er til húsa hjá Þróunarfélagi Austurlands Miðvangi 2-4, 700 Egilsstöðum. Sími 471 2545 / netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.