Til baka

Austfirðingurinn Helgi Guðmundsson hefur sent frá sér nýja bók; Til baka. Hún fjallar á gamansaman, en jafnframt grafalvarlegan hátt, um nöturlega lífsreynslu sem höfundur lendir í á sjúkrahúsi er hann gengst undir smávægilega aðgerð en hafnar fyrir mistök læknis í langvarandi lífshættu.

cover_small.jpg

Helgi spyr hvenær er maður dauður og hvenær ekki?  Æskuvinur sögumanns fylgir honum eftir frá upphafi til enda sögunnar. Þar kynnumst við sögupersónu (fullkomlega uppdiktaðri) sem er ekki öll þar sem hún er í fyrstu séð, er á faraldsfæti um heiminn og stödd við San Fransiscoflóann þegar sagan gerist.
Ýmsir hafa spurt hvort höfundurinn hafi ekki farið yfir mörk lífs og dauða, hvort hann hafi ekki séð persónur eða orðið var við líf fyrir handan. Þeirri spurningu er ekki hægt að svara, þar verður hver að álykta af frásögninni, en því er ekki að neita að grúi af ókunnum, sumum einkennilegum, persónum kemur við sögu og sagan vekur upp ótal spurningar.

Salka gefur út. Áður hefur Helgi Guðmundsson ritað bækur um Markús Árelíus og Tryggva Ólafsson listmálara.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.