Til fundar við Jökul og Drífanda

Karlakór Akureyrar-Geysir (KAG) heldur í söngferð um Austurland eftir páska og slæst þar í för með félögum sínum á Hornafirði og Héraði. Í tilkynningu segir að föstudaginn 17. apríl sameinist KAG og Karlakórinn Jökull á Hornafirði og enda þeir daginn á tónleikum í Hafnarkirkju. Laugardaginn 18. apríl halda Akureyringarnir til Héraðs og sameinast þar Karlakórnum Drífanda og halda tónleika með þeim í Egilsstaðakirkju á laugardagskvöld.

kag_vefur.jpg

 

Þó langt sé á milli þessara þriggja karlakóra, landfræðilega séð, þá eiga þeir ýmislegt sameiginlegt. Til dæmis eru í Karlakór Akureyrar-Geysi, félagar sem bæði hafa sungið með Karlakórnum Drífanda og Karlakórnum Jökli.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.