Tilberi
Ég er loksins búinn að lesa allar þjóðsögur Sigfúsar, nokkuð sem Austfirðingur átti náttúrlega að vera löngu búinn að. Ein niðurstaða stendur upp úr. Engin þjóðsaga, galdra og trölla, nefnið það bara, er ótrúlegri en það sem við stöndum frami fyrir í dag. Bitcoin. Íslensk króna, ef út í það er farið.Af hverju haldið þið að Seðlabankinn okkar þurfi að hækka og hafa hærri vexti en aðrir, hækka fyrr og hraðar já, og meira. Dettur engum í hug að það sé vegna þess að það er búið að koma tveim af þrem bönkum í landinu í einkaeigu, mis mikið að vísu, og þeir sem tóku þessa „miklu áhættu“ að fjárfesta í þessu þurfi að hafa eitthvað fyrir margnefndan snúð. Bíddu, ef Bjarni hefði ekki selt Íslandsbanka, hvað hefði þá ríkið út úr tekjum af honum. Míga í skóinn sinn.
Sko, erlendir „fjárfestar“, keyptu, „fengu að“ kaupa og seldu með hraða ljóssins. Dettur engum nema mér í hug tilberi. Nema, þarna er það ekki kerling sem stendur fyrir þessu, þetta eru allt strákar og þeir eru að spila upp á peninga, bara eins og í spilakössum, í tilbót spila þeir með fullt af fólki sem sér um að þetta geti þeir aftur og aftur, ár eftir ár.
Finnst virkilega engum það augljósa að 370 þúsund manna þjóð hefur vægt sagt ekkert með marga „banka“ að gera og það þess þá heldur sem flestir betur megandi eru með viðskipti sín í útlöndum, í skattaskjólum.
(Þessum snillingum sem eru að telja þjóðina, ku hafa skotist um ca. tíuþúsund á dögunum. Á Norðfirði hét það, „ hvað munar um eina tommu í heilu húsi“. )
„Ríkisendurskoðun“ telur að „Bankasýslan“ séu asnar, allt saman. Nokkuð sem „þjóðinni“ virðist löngu ljóst. Enda, að selja eitthvað sem ætti að leggja af! Skoðun „bankasýslunnar“ á ríkisendurskoðun er sennilega á pari. Enda ætlaði ríkisendurskoðandi bara að drífa sig í Borgarfjörðinn að skoða horaðar beljur og ég játa að hafa búist við að hann léti frá sér fara yfirlýsingu um að hann mætti ekki vera að því að klára „skýrsluna“ um Íslandsbankasöluna fyrr en umræddur kúabúskapur hefði verið skoðaður nánar. Mér fannst það flott. Allir nema kannski bankasýslustrákar og strákarnir sem „keyptu“ í bankanum vissu að þessi skýrsluskrif voru „blöff“.
Heitu grautar háskólanna eru með því ólystugra sem boðið hefur verið upp á gegnum aldirnar og afleiðingarnar verða sífellt alvarlegri, eitur af öllu tagi, klórsambönd og plast, og það tekst að halda kjafti út yfir gröf og „dauða“. Þegar kemur að undantekningunum sem „háskólar“ bera kannski ekki endilega ábyrgð á, tóbak og áfengi, gengur maður undir manns hönd í fræðasamfélaginu til að verja ófögnuðinn. Sagði einhver „Ísavia“. Öldum saman lifði „þetta“ á latínu, því að engum heilvita manni datt í hug að leggjast í að læra „latneskar sagnir“ að gamni sínu. Konum datt þetta ekki í hug, eða íbúum Afríku sem máttu, fyrir utan að læra mörg mál á heimavelli, sexhundruð og eitthvað í Nígeríu, leggja á sig að læra bullið í Evrópubúum. Þeir, Evrópubúarnir, karlarnir, ætluðu bara að læra latínu.
Hagfræði eru trúarbrögð og alls ekki stærðfræði eins og sást í „Stóra Excelmálinu.“ (Hér skal ég að vísu játa að ég hef unnið með 5, já, fimm mismunandi töflureikna, og finnst Excel leiðinlegastur.)
„Við greiningu Ríkisendurskoðunar á umræddu skjali komu í ljós annmarkar í útreikningum þar sem fjöldi færslna í skjalinu, þ.e. reitir sem innihéldu fjárhæð tilboða fjárfesta, var ekki færður inn á réttu formi, heldur ýmist með erlendri kommusetningu eða fjárhæðum skilgreindum sem texta. Það leiddi til þess að Excel–töflureiknirinn nam þau ekki sem tölulegar upplýsingar“. Úr skýrslu Ríkisendurskoðunar.
„Þú ætlar að fara að læra að ljúga, svíkja og stela“? Er spurning sem ég hef spurt krakkana sem hafa sagt mér að þau væru á leið í viðskiptafræði. Þau hafa öll sagt já. Þau sögðu líka, í aðdraganda hrunsins, að „ef þetta stoppar hrynur allt, og þetta vita allir“.
Peningar! Seðlar. Norður- Kórea er sögð prenta „betri“ dollara en kanar.
Það er fullt af „menntuðu“ fólki sem heldur því fram að peningur sem notaður er til að borga vexti sé öðru vísi en sá sem keyptur er fyrir matur. Já, ég er að ætlast til að tekið verði til „Svartaskólakefinu“. Nei annars, það er auðvita ekki að fara að gerast. Háskólarnir „reka saumastofu“ og framleiða ný föt á keisara og kápur fyrir báðar axlir og með botnlausa vasa. Þeir útskrifa líka „sáttasemjara“ úr „stjórnmálafræði“, já, hér er rétt að setja! Svo þetta sé ekki nóg, tók maðurinn líka próf í þeirri útgáfu viðskiptafræðinnar sem skammstöfuð er MBA. „Master of Business Administration“. Þetta er (degree originated in the United States in the early-20th century), bara að slá um mig með ensku í von um að einhver trúi mér þegar ég segi að þetta sé bandarísk uppfinning frá fyrri hluta síðustu aldar eins og, svo ég noti DV. frétt af skipun fræðingsins sem „ríkissáttasemjara“, og MSc nám frá London School of Economics.
Synd að „Sáttatillagan“ skildi ekki vera skýrsla handa forseta Alþingis að sitja á.
Nú kann að vera að til séu „stjórnmálafræðingar“, menntaðir hjá Hí, sem vita það ekki að virkasta leið verkalýðs landsins til að fá smá áheyrn er að stoppa hluti á höfuðborgarsvæðinu, en meira að segja ég dreg það í efa.