Fjarðabyggð og Höttur þurfa bæði suður á höfuðborgarsvæðið vegna leikja sinn í 16 liða úrslitum bikarkeppni karla í knattspyrnu. Bæði drógust gegn úrvalsdeildarliðum. Höttur mætir Breiðabliki á Kópavogsvelli en Fjarðabyggð heimsækir Fylki á Árbæjarvöll. Leikið verður sunnudaginn 5. júlí.
Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.