Tónleikar með Svani

Gítarleikarinn Svanur Vilbergsson heldur tvenna tónleika á Austurlandi um helgina.

 

Á morgun, laugardag, kemur hann fram í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði en á sunnudag í Vallaneskirkju. Báðir tónleikarnir hefjast klukkan 14:00. Á efniskránni er frumflutningur á verki eftir spænska tónskáldið Mateu Malondra Flaquer ásamt verkum eftir Bach, Sor og Jose. Aðgangseyrir á tónleikana er 1.500 krónur.
Svanur er uppalinn Stöðfirðingur og hefur nýverið lokið meistaranámi í gítarleik í Hollandi.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.