Tíu prósenta aflasamdráttur í september

Afli í austfirskum löndunarhöfnum minnkaði um tíu prósent í september samanborið við sama mánuð í fyrra. Alls var landað 15.419 tonnum á Austfjörðum, samanborið við 17.222 tonn í fyrra samkvæmt tölum frá Hagstofunni.

 

Mestu var landað í Neskaupstað, tæpum fimm þúsund tonnum. Á Vopnafirði var landað ríflega fjögur þúsund tonnum og rúmlega þrjú þúsund á Eskifirði. Uppistaðan í aflanum var síld, rúm átta þúsund tonn en einnig fylgdu 2.600 tonn af þorski og 2.400 tonn af ýmsum uppsjávarfiski. Samanborið við september í fyrra minnkar síldaraflinn um þrjú þúsund tonn en á móti kemur aukning í uppsjávarfiskinum og 600 tonn af þorski.
Í ár eru komin á land rúmlega 445.000 tonn af afla í austfirskum höfnum samanborið við ríflega 514.000 tonn í fyrra. Mestu munar um minni kolmunna og loðnu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.