Tuttugu stiga tap gegn Fjölni

Fjölnir sigraði Hött 98-78 í 1. deild karla í körfuknattleik í Grafarvogi á laugardagskvöld. Fjölnismenn voru fremri á öllum sviðum.

 

ImageFjölnismenn skoruðu ellefu fyrstu stigin og náðu innan skamms Fjölnismenn átján stiga forskoti, 24-6. Leikur Hattar í fyrsta fjórðungi var á allan hátt afleitur en undir lok fjórðungsins birti upp hjá austan mönnum með þriggja stiga flautukörfu Sturlu Höskuldssonar sem lagaði stöðuna í 31-17.

Ný-Sjálendingurinn Ben Hill var ósýnilegur í fyrsta leikhluta. Hann skoraði ekkert í fyrsta fjórðungi og hirti varla frákast. En í öðrum leikhluta rankaði risinn við sér og skoraði sextán stig þannig að staðan í hálfleik var 48-39. Fjölnismenn fóru í gang á ný, voru tólf stigum yfir eftir þriðja fjórðung 71-59. Sverrir Karlsson fór þeirra fremstur, skoraði 26 stig og fékk heiðursskiptingu í lokin þar sem áhorfendur risu úr sætum og hylltu hann. Í liði Hattar var Ben Hill stigahæstur með 26 stig og 14 varnarfráköst en Jerry Cheeves skoraði 23 stig.

Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar hélt lokahóf sitt um helgina. Sveinbjörn Jónasson var valinn leikmaður ársins og Fannar Árnason efnilegastur. Leikmenn og stuðningsmenn sem mættu á lokahófið kusu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.