Tvennir tónleikar í dag í krasstúr

Hljómsveitirnar Reykjavík! og Sudden Weather Change spila á tvennum tónleikum á Austurlandi í dag í krasstúr þeirra um hvítasunnuhelgina.

ImageFyrri tónleikarnir verða í Sláturhúsinu á Egilsstöðum klukkan 16:00 en þeir seinni í Herðubreið á Seyðisfiðri klukkan 22:00. Þar koma Létt á bárunni og Miri einnig fram en Prins Póló í Sláturhúsinu.

Báðar hljómsveitirnar hafa nýverið sent frá sér breiðskífur. Reykjavík! gáfu út The Blood í október/nóvember og Sudden Weather Change gáfu út Stop! Handgrenade in the Name of Crib Death 'nderstand? fyrir rúmum mánuði síðan.  Er þetta í fyrsta skipti sem sveitirnar leika úti á landi síðan plötur þeirra koma út, að undanskildri Aldrei fór ég suður hátíðinni á Ísafirði núna í apríl.

Tónleikaferðin gengur undir heitinu krasstúr.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.