Um Hollvinasamtök heilbrigðisþjónustu á Fljótsdalshéraði

Hollvinasamtök heilbrigðisþjónustu á Fljótsdalshéraði (HHF) voru stofnuð stofnuð fyrir 17 árum og hafa látið margt mjög gott af sér leiða. Frá árinu 2015, þegar samtökin voru endurreist eftir að hafa legið í dvala um nokkurra ára skeið, hefur HHF lagt til um 17.500.000 kr. í formi tækja, umbúnaðar, ýmissa gjafa auk vinnuframlags.

Starfsemi HHF undanfarin ár hefur mótast mjög mikið af Covid-19 faraldrinum. Engum stórum fjáröflunum hefur verið hrundið af stað. Gjafir til heilbrigðisstofnana hafa því verið í lágmarki undanfarið en þó má nefna kaup á pottablómum, jólaskrauti og vatnsvélum fyrir Dyngju.

Eini fasti tekjustofn HHF eru félagsgjöld sem hollvinir greiða. Félagsgjöldin eru hófleg, 3.000 kr. á ári. Mikilvægt er að reyna að fjölga hollvinum eins og kostur er og skora ég á ykkur, lesendur góðir, að fá vini og vandamenn til að ganga til liðs við samtökin.

Nýtt skattaumhverfi félaga á almannaheillaskrá tók gildi 1. nóvember síðastliðinn um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld (skattalegir hvatar fyrir lögaðila sem starfa til almannaheilla).

HHF hafa fengið staðfestingu um skráningu á almannaheillaskrá Skattsins vegna starfsemi til almannaheilla. Fyrir okkur þýðir það að aðilar sem styrkja HHF geta nú fengið frádráttarheimild sem kemur til lækkunar á útsvars- og tekjuskattsstofni.

Einstaklingar utan rekstrar geta fengið frádráttarheimild sem nemur fjárhæð gjafa, þó að hámarki 350 þúsund kr. á ári og sambúðarfólk geta fengið alls 700 þúsund kr. í frádrátt.
Atvinnufyrirtæki geta fengið frádráttarheimild sem nemur fjárhæð gjafa, þó að hámarki 1,5% af rekstrartekjum á viðkomandi ári.

Gjafir samtals undir 10.000 kr. á ári veita ekki frádráttarrétt, en ekkert lágmark er á fjárhæð hverrar gjafar.

Vonumst við hjá HHF að þessar lagabreytingar muni hafa áhrif til góðs á starfsemi samtakanna.

Tökum höndum saman og styrkjum starf HHF, okkur til hagsbóta.
Öll fjárframlög eru vel þegin og munu nýtast til góðra verka í þágu heilbrigðisþjónustu:
Reikningur HHF er 305-13-302001, kt. 660805-2060.

HHF - félag til almannaheilla

Höfundur er formaður HHF.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.