Uppsagnir lækna ekki í samráði við trúnaðarlækni né Læknafélag Austurlands
Umræðan • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • 28. janúar 2009
Samningamál lækna Heilbrigðisstofnunar Austurlands eru nú til meðferðar hjá Læknafélagi Austurlands. HSA sagði öllum læknum innan stofnunarinnar upp störfum um síðustu áramót og boðaði endurráðningu með breytingum á vaktafyrirkomulagi. Læknum hefur ekki verið kynnt hverjar breytingar eiga nákvæmlega að verða á samningum þeirra, en stefnt hafði verið að því að það lægi fyrir 1. febrúar.
Læknar hafa frá þriggja og upp í sex mánaða uppsagnarfrest og ráðningarforsendur eru bundnar hverjum stað innan umdæmis HSA.
Tölvupósturinn, sem dagsettur er 8. janúar, hefur lent á milli stafs og hurðar vegna póstþjónsbreytinga hjá Austurglugganum og er því birtur nú, að ósk Einars Rafns og trúnaðarlæknis á Austurlandi, Óttars Ármannssonar.