Þuríður sækist eftir öðru sæti í NA-kjördæmi

Þuríður Backman, alþingismaður, hefur ákveðið að bjóða sig  fram í 2. sæti í forvali Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi vegna Alþingiskosninganna í vor. Í síðustu alþingiskosningum var Þuríður í 2. sæti.

490103a.jpg

Þuríður hefur setið á þingi fyrir Vinstrihreyfinguna – grænt framboð frá árinu 1999, fyrst sem þingmaður Austurlands og sem þingmaður Norðausturkjördæmis fr´árinu 2003.

Þuríður sat í Heilbrigðis- og trygginganefnd á árunum 1999-2007, í landbúnaðarnefnd 1999-2003.

Þuríður er núverandi formaður heilbrigðisnefndar Alþingis sem og á hún sæti í  félags- og tryggingamálanefnd og menntamálanefnd.
 
Þuríður er með próf frá Hjúkrunarskóla Íslands 1973 og framhaldsnám í hand- og lyflækningahjúkrun 1983 og diplóma frá Norræna heilbrigðisháskólanum 1992. Auk þess að hafa starfað sem þingmaður hefur Þuríður mikla reynslu á sviði heilbrigðisþjónustu. Á árunum 1990-1998 sat Þuríður í bæjarstjórn Egilsstaða þar af í fjögur ár sem forseti bæjarstjórnar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.