Þuríður sækist eftir öðru sæti í NA-kjördæmi
Þuríður Backman, alþingismaður, hefur ákveðið að bjóða sig fram í 2. sæti í forvali Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi vegna Alþingiskosninganna í vor. Í síðustu alþingiskosningum var Þuríður í 2. sæti.
Þuríður hefur setið á þingi fyrir Vinstrihreyfinguna – grænt framboð frá árinu 1999, fyrst sem þingmaður Austurlands og sem þingmaður Norðausturkjördæmis fr´árinu 2003.
Þuríður sat í Heilbrigðis- og trygginganefnd á árunum 1999-2007, í landbúnaðarnefnd 1999-2003.
Þuríður er núverandi formaður heilbrigðisnefndar Alþingis sem og á hún sæti í félags- og tryggingamálanefnd og menntamálanefnd.
Þuríður er með próf frá Hjúkrunarskóla Íslands 1973 og framhaldsnám í hand- og lyflækningahjúkrun 1983 og diplóma frá Norræna heilbrigðisháskólanum 1992. Auk þess að hafa starfað sem þingmaður hefur Þuríður mikla reynslu á sviði heilbrigðisþjónustu. Á árunum 1990-1998 sat Þuríður í bæjarstjórn Egilsstaða þar af í fjögur ár sem forseti bæjarstjórnar.