Valgerður hætt stjórnmálavafstri
Valgerður Sverrisdóttir, annar þingmaður Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi, hefur nú setið sinn síðasta þingfund og gefur ekki kost á sér til framhaldandi þingsetu. Valgerður sat á Alþingi í tuttugu og tvö ár. Hún hefur gegnt þingflokksformennsku og var ráðherra í átta ár, fyrst sem iðnaðar- og viðskiptaráðherra og síðar sem utanríkisráðherra.
(Úr upplýsingum Alþingis):
F. á Lómatjörn í Grýtubakkahreppi 23. mars 1950. For.: Sverrir Guðmundsson (f. 10. ágúst 1912, d. 6. jan. 1992) oddviti og bóndi þar og k. h. Jórlaug Guðrún Guðnadóttir (f. 9. maí 1910, d. 15. apríl 1960) húsmóðir. M. (29. júní 1974) Arvid Kro (f. 13. sept. 1952) bóndi á Lómatjörn. For.: Magne Kro og k. h. Ingrid Kro. Dætur: Anna Valdís (1978), Ingunn Agnes (1982), Lilja Sólveig (1989).
Próf frá Kvennaskólanum í Reykjavík 1967. Þýskunám við Berlitz-skóla í Hamborg 1968-1969, enskunám við Richmond-skóla í London 1971-1972.
Ritari hjá Rannsóknastofnun landbúnaðarins 1967-1968. Ritari kaupfélagsstjóra KEA 1969-1970. Læknaritari á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 1970-1971. Kennari við Grenivíkurskóla 1972-1976, í hlutastarfi 1977-1982. Húsmóðir og bóndi á Lómatjörn síðan 1974. Skip. 31. desember 1999 iðnaðar- og viðskiptaráðherra, lausn 23. maí 2003. Skip. 23. maí 2003 iðnaðar- og viðskiptaráðherra, lausn 15. júní 2006. Skip. 24. sept. 2004 samstarfsráðherra Norðurlanda, lausn 27. sept. 2005. Skip. 15. júní 2006 utanríkisráðherra, lausn 18. maí 2007 en gegndi störfum til 24. maí.
Í stjórn Kaupfélags Eyfirðinga 1981-1992. Í stjórn Sambands íslenskra samvinnufélaga 1985-1992. Í stjórn Kjördæmissambands framsóknarmanna í Norðurlandskjördæmi eystra 1983-1987, formaður stjórnar 1985-1986. Í stjórn Slippstöðvarinnar á Akureyri 1989-1991. Í miðstjórn Framsóknarflokksins síðan 1983, vararitari flokksins 1990-1992. Varaformaður Framsóknarflokksins 2007-2008, formaður 2008-2009. Í skólanefnd Samvinnuháskólans 1990-1996, formaður 1995-1996. Í stjórn Norræna menningarmálasjóðsins 1991-1993 og 1995-1998, formaður 1995.
Alþm. Norðurl. e. 1987-2003, alþm. Norðaust. síðan 2003 (Framsfl.).
Vþm. Norðurl. e. apríl 1984.
Iðnaðar- og viðskiptaráðherra 1999-2006, samstarfsráðherra Norðurlanda 2004-2005, utanríkisráðherra 2006-2007.
2. varaforseti Sþ. 1988-1989 og 1990-1991, 1. varaforseti Alþingis 1992-1995.
Formaður þingflokks Framsóknarflokksins 1995-1999.
Umhverfisnefnd 1991-1992, menntamálanefnd 1991-1995, efnahags- og viðskiptanefnd 1995-1999, allsherjarnefnd 1995-1999, kjörbréfanefnd 1995-2000, utanríkismálanefnd 1999 og 2009-, sérnefnd um stjórnarskrármál 1999 og 2009- (fyrri), landbúnaðarnefnd 1999, heilbrigðis- og trygginganefnd 1999 (form.), félagsmálanefnd 1999, heilbrigðisnefnd 2007-2008, sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd 2007-, sérnefnd um stjórnarskrármál (seinni) 2009-.
Íslandsdeild Norðurlandaráðs 1995-1999 (form.), Íslandsdeild ÖSE-þingsins 1999 og 2007-.