Vatnajökulsríkið fékk mest

Klasaverkefnið Í ríki Vatnajökuls hlaut hæsta styrkinn, 5,8 milljónir króna þegar úthlutað var úr Vaxtarsamningi Austurlands í fyrra skiptið á þessu ári. Alls var 22,6 milljónum króna úthlutað til ellefu verkefna.

 

ImageStyrkirnir skiptast í tvennt, annars vegar fjárstyrki, hins vegar sérfræðivinnu. Í ríki Vatnajökuls fékk þrjár milljónir í fjármagni og 2,8 milljónir í þjónustu sérfræðinga. Borgarfjörður eystri, fyrir ferðamenn framtíðarinnar fékk 3,5 milljónir, Vatnajökulsklasi þrjár milljónir, Austurland tvær, Þjóðleikur og Nýheimar 1,5 milljónir, Efling lífrænnar framleiðslu á Austurlandi 1,3 Heimafóðir 1,25 milljónir og Tengslanet austfirskra kvenna 1,05 milljónir. Verkefnin Rjúpa.is og Ullarvinnsla Frú Láru fengu innan við milljón.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.