Vegfarendur hafi enn varann á

Á norðaustanverðu landinu snjóaði víða nú í morgunsárið og vindur var úr norðvestri, 14-19 m/sek. Á Austfjörðum er rigning eða slydda, snjókoma til fjalla og 7-17 m/sek. Hiti rétt ofan við frosmark.

Samkvæmt vef Vegagerðarinnar er stórhríð á Fjarðarheiði og 15 m/sek. Skafrenningur, krapi og snjór er á Fagradal og 14 m/sek og hálkublettir á Oddskarði. Öxi er ófær og á Breiðdalsheiði er þæfingur og stendur samkvæmt korti Vegagerðarinnar til að moka þar. Vegfarendur er beðnir að kynna sér færð á vegum áður en lagt er upp.

veur_net.jpg

Veðurspáin gerir ráð fyrir norðvestanátt, víða 5-13 m/s, en hvassari austast fram eftir degi. Dálítil slydda eða snjókoma með köflum á NA-verðu landinu. Lægir í dag, einkum síðdegis og birtir til. Þurrt að kalla NA- og A-lands. Hiti yfirleitt 2 til 10 stig í dag, en hlýnar um landið N- og A-vert á morgun.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.