Vegfarendur vari sig á fljúgandi hálku
Mikið vetrarríki er nú á Austurlandi og víða fljúgandi hálka á vegum utan og innan þéttbýlis. Þannig hafa orðið í það minnsta fjórir árekstrar innanbæjar á Egilsstöðum í dag, svo dæmi sé tekið og fólk hefur dottið í hálkunni og meitt sig.
Víða í fjórðungnum eru él og hálka eða snjóþekja. Snjóað hefur töluvert og því hætta á skafbyl ef einhver vindur er að ráði. Breiðdalsheiði er þungfær, Öxi og Hellisheiði ófærar og ófært í Mjóafjörð.