Vertu eldklár á þínu heimili!

Árlegt forvarnarátak Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hefur verið í gangi i desember.

HMS hefur unnið viðtal við Sólrúnu Öldu Waldorff sem brenndist alvarlega þegar eldsvoði kom upp í íbúð í Mávahlíð árið 2019 og deilir hún lífsreynslu sinni með okkur til að efla umræðuna á sviði forvarna.

Í viðtalinu er einnig rætt við slökkviliðsmennina sem unnu á vettvangi brunans þá Loft Þór Einarsson og Jón Þór Elíasson. Eflaust kannast margir Austfirðingar við Loft sem bjó um tíma eystra og spilaði körfubolta með Hetti.

Viðtalið má sjá hér að neðan og er einnig birt í heild sinni á vef HMS, Facebook og YouTube-rás Vertu eldklár.

Verum ELDKLÁR saman og uppfyllum atriðin á gátlistanum hér fyrir neðan:
• Reyksynjara í öll herbergi
• Heimilisfólk þekki flóttaleiðir út af heimilinu
• Slökkvitæki eiga að staðsett við útgang og flóttaleiðir
• Eldvarnateppi aðgengileg og sýnileg í eldhúsi

Viðtal við Sólrúnu Öldu Waldorff

Sjá nánar um brunavarnir heimilisins á www.vertueldklar.is
Facebook síða Vertu eldklár
Youtube rás Vertu eldklár

Viðtal við Sólrúnu Öldu Waldorff from Húsnæðis- og mannvirkjastofnun on Vimeo.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.