Vextir lækkaðir og nýr sjóður myndaður

Stjórn Stapa lífeyrissjóðs hefur ákveðið að lækka vexti sjóðfélagalána um 0,5% vegna efnahagskreppunnar. Vegna óvissunnar í efnahagslífinu hefur sjóðurinn einnig ákveðið að bjóða upp á nýja ávöxtunarleið í séreignarsparnaði.

 

Í frétt á vef sjóðsins er haft eftir Kára Arnóri Kárasyni, framkvæmdastjóra, að markmiðið með lækkuninni frá 1. desember sé að koma til móts við greiðendur sjóðsfélagalána því ljóst sé að talsverðir greiðsluerfiðleikar séu framundan hjá mörgum sjóðsfélögum.
„Það er ljóst á svona tímum að háir vextir skila ekki endilega hærri vaxtatekjum þar sem há greiðslubyrði eykur líkur á útlánatöpum. Við teljum því rétt að lækka vexti fremur en hækka við þessar aðstæður,“

Sjóðurinn ákvað um seinustu mánaðarmót að fresta útsendingu hefðbundinna yfirlita þar sem aukin vissa fengist um stöðu sjóðsins. Á vef sjóðsins kemur fram að í því gjörningaveðri sem geisað hafi sé erfitt að verðmeta eignir sjóðsins. Sagt er að söfn hans séu vel áhættudreifð ávöxtuð í markaðsverðbréfum sem nú séu að miklu leyti ríkisverðbréf. Ekkert bendi til annars en eignir safnanna komi ágætlega út þrátt fyrir skammtímasveiflur.

Sjóðurinn bauð nýverið upp á nýja leið í séreignarsparnaði, Safni III, sem ávaxtað er í verðtryggðum, ríkistryggðum innlánum. Vextir í safninu eru 8,05% og það er ekki háð markaðsveiflum. Önnur söfn sjóðsins, sem skiptast aðallega í ríkisskuldabréfin og erlendar eignir, hafa hækkað í verði.

Stapi sér sér ekki fært að standa við ákvæði laga eða samþykkta fjárfestingarstefnu um samsetningu eigna að sinni.

Lífeyrissjóðurinn varð til við sameiningu Lífeyrissjóðs Austurlands og Lífeyrissjóðs Norðurlands.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.