VG með aukið fylgi í NA á kostnað Framsóknar

Fylgi Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi eykst verulega samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallups, aðallega á kostnað Framsóknarflokksins. Capacent Gallup mælir fyrir Fréttastofu Ríkisútvarpsins vikulega fylgi við stjórnmálaflokkana og sagði svæðisútvarpið frá þessu í fréttum sínum í gær.

kosningar.jpg

Samkvæmt nýjustu könnuninni sveiflast fylgið milli flokka frá viku til viku. Þessi nýja könnun styðst við svör fólks dagana 18 til 31 mars , en fyrri könnun var gerð dagana 4 til 17 mars. Fylgi Vinstri grænna mælist nú 35,4 prósent í Norðausturkjördæmi, en í síðustu könnun var fylgi flokksins 28,2 prósent. Flokkurinn hefur með öðrum orðum bætt við sig 7,2 prósentustigum. Hinir þrír stóru flokkarnir tapa. Fylgi Framsóknarflokksins mælist nú 21,7 prósent , flokkurinn tapar 5,8 prósentustigum frá síðustu könnun. Samfylkingin tapar 3,2 prósentustigum, fylgið mælist nú vera 21,3 prósent. Sjálfstæðisflokkurinn tapar tveimur prósentustigum , fylgi flokksins nú er 15,8 prósent. Borgarahreyfingin fengi þriggja prósenta fylgi, væri kosið í dag.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.