Vinnunefndir vegna samvinnu

Fljótsdalshérað og Djúpavogshreppur hafa valið fulltrúa í viðræðunefnd sem sér um að kanna möguleika á sameiningu sveitarfélaga. Fljótsdalshérað og Fjarðabyggð skoða möguleika á sameiginlegri velferðarþjónustu.

 

Sveitarstjórnir Djúpavogshrepps og Fljótsdalshéraðs hafa samþykkt að ganga til formlegra viðræðna um sameiningu sveitarfélaganna í samráði við talsmenn ráðuneytis sveitarstjórnarmála. Í samstarfsnefndinni sitja úr Djúpavogshreppi þeir Andrés Skúlason og Guðmundur Valur Gunnarsson en af hálfu Fljótsdalshéraðs Guðmundur Ólafsson og Björn Ármann Ólafsson.
Fljótsdalshérað hefur að aukið valið þær Jónínu Rós Guðmundsdóttur og Önnu Sigríði Karlsdóttur í viðræðuhóp við Fjarðabyggð um sameiginlegan rekstur velferðarþjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.