Vonskuveður og ekki ferðafært

Skólahald fellur víða niður á Austurlandi vegna veðurs. Upplýsingar eru um að ekki verði skóli á Vopnafirði, Seyðisfirði, Eskifirði, Fellaskóla né á Eiðum.  Nú er stórhríð á Norðausturlandi og mjög hvasst á Austurlandi; 25 til 30 m/sek í fjörðum allt frá Höfn og norður úr. Ófært er víðast í fjórðungnum og ekkert ferðaveður. Lögreglan á Vopnafirði segir ófært innanbæjar og biður fólk að vera ekki á ferðinni. Væntanlega má segja hið sama um önnur þéttbýli. Spáð er norðan- og norðvestanátt, víða 15-25 m/s fram eftir degi, snjókomu og hvössu við norðaustur- og austurströndina. Minnkandi norðanátt seint í dag og dregur úr ofankomu. Norðaustan 8-15 og él norðantil seint í kvöld, en él um mest allt land á morgun. Frost 0 til 12 stig.

 veur_net.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.