Vonskuveður víða í fjórðungnum

Slæmt veður er nú víða á Austurlandi, él og hvasst. Veðurstofan gerir ekki ráð fyrir að veðrinu sloti eitthvað fyrr en með morgni. Spá er stormi við austurströndina í nótt; gangi í norðvestan 13-20 austan til á landinu með kvöldinu með snjókomu, en allt að 23 m/s við ströndina í nótt. Dregur úr vindi á morgun og snjókoma með köflum, 8-15 m/sek síðdegis. Frost 0 til 8 stig, kaldast í innsveitum. Ökutæki hafa verið föst á Fagradal, þ.á.m. flutningabíll með tengivagn, þar sem er þæfingur og mikil blinda. Blindbylur er á flestum vegum og þungfært. Ófært er á Mjóafjarðarheiði, Hellisheiði eystri og Öxi. Þriggja bíla árekstur varð skammt frá álverinu í Reyðarfirði þar sem ekið var á sjúkraflutningabíl með viðvörunarljósum og annar árekstur í Fáskrúðsfirði, á Dalavegi. Ekki munu hafa orðið alvarleg slys á fólki.97339_63_preview.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.