Vont veður norðan Vatnajökuls
Veður er nú afar slæmt norðan Vatnajökuls og beinir Slysavarnafélagið Landsbjörg þeim tilmælum til ferðafólks að vera ekki á ferð þar nema brýna nauðsyn beri til. Leitað hefur verið aðstoðar björgunarsveita vegna ferðafólks af svæðinu, m.a. var göngumaður nálægt Gæsavötnum í vandræðum, óttast var um hjólreiðamann í Dyngjufjalladal og fólk sat fast í bíl við Kistufell.
Björgunarsveitirnar Stefán og Þingey og Hjálparsveit skáta í Reykjadal voru kallaðar út en áður en þær komu á staðinn hafði aðstoð borist frá fólki sem var á svæðinu. Þeim var því snúið til baka.