Vont veður norðan Vatnajökuls

Veður er nú afar slæmt norðan Vatnajökuls og beinir Slysavarnafélagið Landsbjörg þeim tilmælum til ferðafólks að vera ekki á ferð þar nema brýna nauðsyn beri til. Leitað hefur verið aðstoðar björgunarsveita vegna ferðafólks af svæðinu, m.a. var göngumaður nálægt Gæsavötnum í vandræðum, óttast var um hjólreiðamann í Dyngjufjalladal og fólk sat fast í bíl við Kistufell.

Björgunarsveitirnar Stefán og Þingey og Hjálparsveit skáta í Reykjadal voru kallaðar út en áður en þær komu á staðinn hafði aðstoð borist frá fólki sem var á svæðinu. Þeim var  því snúið til baka.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.