Eskfirðingarnir Sveinn Sigurbjarnarson og Anton Berg Sævarsson hafa undanfarna mánuði fyllt hvert félagsheimilið á fætur öðru með partýbingóum sínum. Þeir segjast í fyrstu hafa hugsað um að lífga upp á skemmtanalífið í heimabænum um leið og þeir hafi séð tómarúm með brotthvarfi sveitaballanna.